spot_img
HomeFréttirHalldór Karlsson: Ungir leikmenn eiga að leggja meira á sig

Halldór Karlsson: Ungir leikmenn eiga að leggja meira á sig

20:52

{mosimage}

Í vetur hefur mátt lesa af til um afrek Halldórs Karlssonar sem hélt af landi brott síðastliðið sumar og hóf nám í Horsens í Danmörku þar sem hann hefur leikið með 3. deildar liði Horsens BC. Liðið sigraði örugglega í deildinni og átti Halldór stóran þátt í því og mun leika í 2. deild á næsta tímabili.

Karfan.is heyrði í kappanum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. 

Hvernig gengur lífið í Danmörku?

Lífið í Danmörku gengur mjög vel. Ég er mjög sáttur með skólann og námið er skemmtilegt. Við fjölskyldan erum búinn að koma okkur vel fyrir hér í Horsens og hér er gott að búa, veðurlagið er frábært.  En það er aðeins einn á heimilinu sem talar eins og innfæddur, og það er litli guttinn okkar sem er 7ára og svo er kallinn að koma til. 

 

Hvernig gekk boltinn í vetur?

Liðið sem ég spila með var í efstu deild í fyrra og var ekki að gera góða hluti þar og féll niður um deild, en forráðamenn félagsins færðu það niður í 3 deild til að reyna byggja upp yngri leikmenn. Veturinn var góður og við unnum 16 af 18 leikjum og unnum deildina örugglega og erum að fara upp í 2. deild og ég er búinn að segja við þá að ég vilji enda í efstu deild en auðvita er bara tekið eitt skref í einu.

Annars er fjölskyldan númer 1.2.3 og nám. En það er bara svo erfitt að hætta því sem er svona skemmtilegt.

Er það rétt að þú sért að láta Horsens BC kaupa íslenska leikmenn í stórum stíl?

Von er á liðsstyrk næsta tímabili, ég held að við verðum 3-4 íslenskir strákar innanborðs, svo við eigum góðan möguleika á að vinna 2. deildina.

Ætlar þú að gera það sama og Valur Ingimundarson gerði með Odense á sínum tíma? Að fara úr 2. deild á toppinn í minnsta mögulega tíma?

Valur Ingimundarson (vonandi næsti þjálfari Njarðvíkur). Hann hefur gert svakalega góða hluti allstaðar sem hann hefur verið og er einn okkar allar besti þjálfari sem við eigum. Það er ekki hægt að toppa hann, en miði er möguleiki.

Hvað fannst þér um umræðuna um fjölda útlendinga á Íslandi í vetur?

Um þennan fjölda af útlendingum í deildinni þá eiga íslenskir ungir leikmenn að vinna betur að sínum málum og æfa og æfa eins og vitleysingjar, það sem telur er að æfa vel á sumrin og allt auka sem maður gerir er bara gott!!!! En svo finnst mér liðinn taka alltaf inn útlending til að reyna redda einu ár kannski í stað þess að koma yngri leikmanni að og byggja hann upp og liðið í leiðinni, því oftast eru þessi útlendingar bara í eitt ár. Mér finnst að útlendingar sem eru teknir inn  eiga að vera mun betri en næsti íslenski leikmaður,  því þeir eru jú að fá borgað!!

Hvenær fáum við að sjá þig í íslenska boltanum aftur?

Við fjölskyldan stefnum á að búa hér í Horsens næstu 3 árin þannig að tíminn leiðir það bara í ljós!!!

Munuð þið frændurnir, þú, Kristján Rúnar Sigurðsson, Halldór Halldórson og Gunnlaugur Jónsson vera með lið í 2. deildinni í framtíðinn?

Já það liggja frammi drög að liði sem á að kalla Elding og Gulli Jóns varnarjaxl spilar vörn að hætti húsins og þetta lið tekur 2. deildina í nefið!

 

[email protected]

 

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -