spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHalldór Garðar til Keflavíkur

Halldór Garðar til Keflavíkur

Bakvörðurinn Halldór Garðar Hermannsson hefur samið við deildarmeistara Keflavíkur um að leika með liðinu næstu tvö tímabilin. Staðfestir félagið þetta með tilkynningu fyrr í kvöld.

Halldór Garðar kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Þórs, en þar hefur hann leikið með meistaraflokki síðan árið 2012. Í 34 leikjum á síðasta tímabili skilaði Halldór 8 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Halldór Garðar Hermannsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Halldór þarf vart að kynna en hann hefur undanfarin ár spilað með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn, þar hefur hann spilað allan sinn feril.

Einnig hefur hann verið í yngri landsliðshópum Íslands undanfarin ár og gert tilkall í A-landsliðið. Halldór er bakvörður og mun koma til með styrkja liðið í komandi barráttu á næsta tímabili sem er rétt handan við hornið. 

Mynd / Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -