spot_img
HomeFréttirHálfleikur: Snæfell 41-34 Grindavík

Hálfleikur: Snæfell 41-34 Grindavík

Nú er kominn hálfleikur í bikarúrslitaviðureign Snæfells og Grindavíkur þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar Snæfells leiða 41-34. Gunnhildur Gunnarsdóttir fann fjölina í fyrri hálfleik í liði Hólmara með 5 þrista og er komin með 19 stig. Hreint sjóðandi á landsliðskonunni.

Whitney Frazier er atkvæðamest í hálfleik hjá Grindavík með 17 stig en Hólmarar hafa verið með frumkvæðið í leiknum en bæði lið átt sína góðu spretti. Grindvíkingar hafa ekki fundið fjölina í langskotum þennan fyrri hálfleik með 1-11 í þristum á meðan Hólmarar eru 7-16! 

 

Tölfræðin í fyrri hálfleik

 

Mynd/ Tomasz Kolodziejski – Haiden Palmer var með 8 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrri hálfleik. 

Fréttir
- Auglýsing -