spot_img
HomeFréttirHálfleikur: Ísland 37-41 Ítalía

Hálfleikur: Ísland 37-41 Ítalía

Nú er hálfleikur í viðureign Íslands og Ítalíu þar sem Ítalir leiða 37-41. Ítalir lokuðu fyrri hálfleik með 10-0 áhlaupi Ísland komst í 37-31 áður en þeir ítölsku fóru á skrið.

Danilo Gallinari hefur aðeins leikið rúmar þrjár mínútur í fyrri hálfleik þar sem hann fékk tvær villur í fyrsta leikhluta. Haukur Helgi Pálsson er atkvæðamestur í leikhléi með 11 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Næstur honum er Hlynur Bæringsson með 7 stig og 2 fráköst. 

Strákarnir okkar hafa verið að framkvæma sína hluti af mikilli festu og það er augljóst að Ítölunum mislíkar það að vera ekki búnir að stinga af og skilja íslenska liðið eftir í reyk. Eins og við öll vitum þá hætta okkar menn ekkert fyrr en lokaflautið gellur.

Mynd/ [email protected] – Hlynur Bæringsson hefur verið gríðarlega fastur fyrir þennan fyrri hálfleikinn og er að leika eins og sönnum fyrirliða sæmir. 
 

Fréttir
- Auglýsing -