spot_img
HomeFréttirHálfleikur: 11 stiga forysta Grindavíkur

Hálfleikur: 11 stiga forysta Grindavíkur

Nú er hálfleikur í viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitum Domin´s deildar karla. Staðan í þessari annarri undanúrslitarimmu liðanna er 36-47 í hálfleik. Staðan í einvíginu er 1-0 Njarðvík í vil en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
 
 
Lewis Clinch hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og er kominn með 25 stig stig á 18 mínútum! Clinch er búinn að setja niður alla fimm þrista sína í leiknum og hefur reynst Njarðvíkingum illur viðureignar. Þá er Ómar Sævarsson með 10 stig og 10 fráköst í liði Grindavíkur. Hjá Njarðvíkingum er Tracy Smith Jr. með 11 stig og 9 fráköst. 
Fréttir
- Auglýsing -