spot_img
HomeFréttirHálfleikstölur: Stjarnan leiðir 54-52 í hálfleik

Hálfleikstölur: Stjarnan leiðir 54-52 í hálfleik

 
Stjarnan leiðir 54-52 í hálfleik gegn KR í annarri úrslitaviðureign liðanna sem nú fer fram í Garðabæ. Marcus Walker hefur verið frábær í liði KR í fyrri hálfleik og er kominn með 24 stig en Jovan Zdravevski er með 17 stig í liði Stjörnunnar.
Mikið hefur verið flautað, alls 27 villur í fyrri hálfleik en þó minna en í fyrsta leiknum þegar 32 villur voru komnar í hús í fyrri hálfleik.
 
Rétt eins og í fyrsta leiknum er Fannar Ólafsson, miðherji KR, í búning en hefur ekki enn komið við sögu í leiknum.
 
Mynd/ [email protected] Justin Shouse sækir að körfu KR í fyrri hálfleik en Justin er kominn með 10 stig og 4 stoðsendingar í hálfleik.
 
Fréttir
- Auglýsing -