spot_img
HomeFréttirHálfleikstölur: Spenna í DHL-höllinni þar sem KR leiðir 56-54

Hálfleikstölur: Spenna í DHL-höllinni þar sem KR leiðir 56-54

 
Staðan er 56-54 KR í vil gegn Stjörnunni þegar blásið hefur verið til hálfleiks í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Iceland Express deildar karla. Brynjar Þór Björnsson átti lokaorðið fyrir heimamenn í hálfleik er hann smellti niður þrist þegar fjórar sekúndur voru til hálfleik.
Marcus Walker er stigahæstur hjá KR í hálfleik með 21 stig og Brynjar Þór Björnsson er með 16 stig. Hjá Stjörnunni er Fannar Freyr Helgason með 11 stig og Jovan Zdravevski með 9. Garðbæingar hafa verið beittir inni í teig með 77,3% nýtingu í teignum og hafa sett niður öll 11 vítin sín en vörn gestanna fór að hökta þegar Marcus Walker fór að bíta frá sér í öðrum leikhluta.
 
Nánar síðar….
 
Mynd/ [email protected] – Finnur Atli Magnússon sækir að körfu Stjörnunnar í fyrri hálfleik.
 
Fréttir
- Auglýsing -