Blásið hefur verið til hálfleiks í báðum leikjum kvöldsins. Snæfell leiðir 40-43 gegn KR í DHL-Höllinni en í Toyota-höllinni í Keflavík leiða heimamenn 44-42 gegn Njarðvík.
Finnur Magnússon er kominn með 11 stig í liði KR en hjá Hólmurum er Sigurður Á. Þorvaldsson með 14 stig. Í Keflavík eru Draelon Burns og Hörður Axel Vilhjálmsson komnir með 10 stig en Nick Bradford hefur skorað 17 stig fyrir Njarðvíkinga.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Sean Burton hefur átt erfitt uppdráttar í leiknum í Vesturbænum en hann er með 2 stig og 3 villur í hálfleik.



