Staðan er 40-54 KR í vil gegn Stjörnunni í fjórðu úrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild karla. Vesturbæingar hafa verið mun grimmar þessar fyrstu tuttugu mínútur leiksins þar sem þeir Finnur Atli Magnússon og Marcus Walker hafa látið vel að sér kveða.
Finnur Atli var kominn með 11 stig í fyrsta leikhluta en að honum loknum leiddu KR-ingar 32-19 þegar Brynjar Þór Björnsson skellti niður þrist. Heimamenn í Stjörnunni bitu frá sér í öðrum leikhluta en síðustu mínútuna fyrir leikhlé fóru röndóttir á kostum og náðu upp 14 stiga mun, staðan 40-54 í hálfleik.
Nánar síðar…
Mynd/ Fannar Ólafsson og Fannar Helgason glíma hér í fyrri hálfleik.