Nú er hálfleikur í fyrstu viðureign KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla. KR leiðir 50-36 í leikhléi eftir rösalegan annan leikhluta sem KR vann 28-8! Heimamenn í röndóttu eru funheitir og eru með 80% þriggjastiga nýtingu (8-10).
Michael Craion sem átti erfitt uppdráttar í fyrsta leikhluta hefur tekið við sér og er með 15 stig og 11 fráköst í hálfleik í liði KR en Darri Hilmarsson er svo búinn að bæta við 14 stigum. Hjá Njarðvík er Stefan Bonneau með 11 stig og Logi Gunnarsson 10.
Nánar síðar…
Mynd/ Axel Finnur – Ingvaldur Magni Hafsteinsson sækir að körfu Njarðvíkinga í fyrri hálfleik.



