Nú er hálfleikur í viðureign Íslands og Spánar þar sem Spánverjar leiða 36-41 í hálfleik. Jón Arnór Stefánsson leiðir íslenska liðið í stigaskori með 12 stig í hálfleik og þá er Pavel Ermolinski kominn með 9 stig.
Íslenska liðið hefur átt magnaða spretti en það voru Spánverjar sem tóku 11-2 sprett í lokin og fóru með 5 stiga mun inn í hálfleikinn. Jón Arnór, Hlynur og Pavel hafa dregið vagninn og þá er Haukur Helgi Pálsson í villuvandræðum með þrjár villur en hann fékk það vandasama hlutverk að hafa gætur á Nikola Mirotic sem er með 14 stig í hálfleik og Pau Gasol 12.
Nánar síðar…
Tölfræði Íslands í hálfleik
Mynd/ [email protected] – Hlynur Bæringsson stígur út Pau Gasol.



