Serbar leiða 42-32 í hálfleik gegn Íslandi á EuroBasket. Skot okkar manna hafa ekki viljað detta að neinu ráði en grimmur varnarleikur veldur því að munurinn er aðeins 10 stig. Margt jákvætt í okkar leik en skotin verða að fara að lenda á réttum stað og þá mega Serbar vara sig!
Logi Gunnarsson hefur verið beittur í fyrri hálfleik með 8 stig og 1 stoðsendingu og þá eru þeir Jakob Örn, Hlynur og Hörður Axel Allir með sex stig.

Mynd/ [email protected] – Menn leggja sig alla fram í vörninni, það vantar ekki!



