Nú standa yfir þrír leikir í Poweradebikarkeppni karla sem eru einnig þrír þeir síðustu svo að leikjum loknum í kvöld stendur það svart á hvítu hvaða 8 lið munu skipa 8-liða úrslitin í keppninni þetta árið.
Í Vesturbænum leiðir KR 54-39 gegn Hamri, Keflavík leiðir 52-47 gegn Tindastól og ríkjandi bikarmeistarar Snæfells leiða 54-51 gegn Njarðvík.
Nánar síðar…
Ljósmynd/Úr safni: Brynjar Þór Björnsson er kominn með 22 stig í hálfleik í liði KR en kappinn er búinn að setja niður 6 af 10 þristum sínum síðustu 20 mínúturnar.




