Hákon Hjálmarsson var atkvæðamestur Íslendinga gegn Norðmönnum í U16 með 17 stig. Hann sagði liðsheild og samheldni hafa skapað þennan sigur á stærri og sterkari Norðmönnum. Hákon fipaðist ekki þrátt fyrir að félagar hans stæðu fyrir framan hann að grínast í honum á meðan á viðtalinu stóð. Fagmaður.



