spot_img
HomeFréttirHákon um muninn á körfuboltanum á Norðurlandamótinu og heima á Íslandi "Samkeppnin...

Hákon um muninn á körfuboltanum á Norðurlandamótinu og heima á Íslandi “Samkeppnin hérna er allt öðruvísi heldur en heima”

Norðurlandamót yngri landsliða er nú haldið í fimmta skipti í Kisakallio í Finnlandi. Þar kepptu undir 16 ára lið stúlkna og drengja dagana 1.-5. ágúst á meðan að undir 18 ára liðin keppa nú 16.-20. ágúst.

Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að fjölga í þjálfarateymum yngri landsliða. Áður höfðu verið tveir þjálfarar, en nú eru þar þrír þjálfarar. Með undir 18 ára liði stúlkna eru ásamt aðalþjálfara liðsins Sævaldi Bjarnasyni þau Erna Rún Magnúsdóttir og Hákon Hjartarson.

Karfan ræddi við Hákon um aðstæður í Kisakallio, aðstoðarþjálfarastarfið, hvaða þýðingu það hafi að fjölgað hafi verið í þjálfarateymum yngri landsliðanna og hvernig það hafi verið að fylgja þessu liði síðustu ár, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari hjá liðinu síðan árið 2019.

Segir hann meðal annars að aðstæður séu allar eins og best sé á kosið fyrir liðin að bæði æfa og spila, að meiri ákefð sé í þeim alþjóðlega bolta sem spilaður sé á mótinu heldur en á Íslandi og að lærdómurinn fyrir aðstoðarþjálfarann sé endalaus, bæði hvernig leikurinn er spilaður, sem og hvernig aðrar þjóðir nálgist leikinn.

Fréttir
- Auglýsing -