spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHákon tekur við Hamar/Þór af Hallgrími

Hákon tekur við Hamar/Þór af Hallgrími

Sameinað lið Þórs og Hamars í fyrstu deild kvenna hefur samið við Hákon Hjartarson um að þjálfa liðið á komandi tímabili. Hákon tekur við starfinu af Hallgrími Brynjólfssyni sem hefur verið þjálfari þeirra síðastliðin þrjú tímabil.

Hákon þekkja flestir körfuboltaáhugamenn en hann er reyndur þjálfari sem hefur þjálfað bæði hjá Þór Þorlákshöfn, Fjölni og þá hefur hann einnig verið með yngri landsliðum Íslands.

Hamar/Þór endaði tímabilið í 5. sæti deildarinnar, en í deildinni er aðeins fjögurra liða úrslitakeppni og því er tímabili liðsins lokið.

Fréttir
- Auglýsing -