spot_img
HomeFréttirHákon Örn lýsir muninum á jólunum á Íslandi og í Bandaríkjunum á...

Hákon Örn lýsir muninum á jólunum á Íslandi og í Bandaríkjunum á Fox 40 sjónvarpsstöðinni

Breiðhyltingurinn Hákon Örn Hjálmarsson leikur fyrir Binghamton Bearcats í bandaríska háskólaboltanum. Það sem af er tímabili hefur Hákon verið nokkuð drjúgur fyrir sína menn, skilað 7 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik og verið með 49% skotnýtingu. Hefur Hákon unnið sig inn í byrjunarlið skólans, sem þó enn leitar að sínum fyrsta sigri eftir fimm leiki.

Hérna er hægt að fylgja leikjum Binghamton Bearcats

Hákon Örn var í stuttu viðtali á Fox 40 stöðinni á dögunum þar sem hann lýsti því hver helsti munur væri á jólum á Íslandi og úti í Bandaríkjunum, en hann er nú á sínu öðru tímabili með Bearcats. Viðtalið er hægt að sjá hér fyrir neðan, en í því minnist hann meðal annars á það að á Íslandi séu 13 jólasveinar sem hver og einn hafi sitt eigið nafn.

ESPN spilarinn – Heimili bandaríska háskólaboltans

Fáðu áskrift að ESPN spilaranum í gegnum Körfuna með 30% afslætti með því að skrá þig hér og nota afsláttarkóðann ESPNPLAYERXMAS

Fréttir
- Auglýsing -