Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, leikmaður undir 18 ára liðs Íslands, bakvörðurinn Hákon Hjálmarsson varð fyrir því óláni að meiðast undir lok leiks gegn Noregi síðastliðinn þriðjudag. Hákon hefur sökum þessa ekkert leikið með liðinu síðan á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi.
Eftir að hafa hitt lækna er nú komið í ljós að brjósk rifnaði frá beini í ökkla, en talið er að þetta hafi komið fyrir áður hjá honum, en við höggið í leiknum hafi áverkarnir komið. Samkvæmt þeim læknum sem Hákon hefur rætt við, þá getur þetta þýtt að hann verði frá næstu 6 til 10 mánuði, en hann ku fá að vita það fyrir víst á laugardaginn.
Við tókum stöðu á Hákon eftir sigurleik undir 18 ára liðsins á Danmörku fyrr í dag: