spot_img
HomeFréttirHákon Arnar út í lönd með Iceland Express

Hákon Arnar út í lönd með Iceland Express

20:15
{mosimage}

(Heppinn körfuknattleiksáhugamaður!) 

Í hálfleik á leik Snæfells og Njarðvíkur í Iceland Express deild karla sl. laugardag datt Hákon Arnar heldur betur í lukkupottinn. Hann var dreginn út í Iceland Express leiknum, sem tryggði honum utanlandsferð fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Iceland Express.  

Þess má geta að Hákon, sem er barnabarn Árna Helgasonar, var í heimsókn í Hólminum og mætti á leikinn með frænda sínum Gunnlaugi Árnasyni. Á myndinni afhendir Björn Ásgeir Sumarliðason (t.h), Hákoni Arnari (t.v) vinninginn. 

www.snaefell.is

Fréttir
- Auglýsing -