spot_img
HomeFréttirHairston snýr aftur - Hertz Hellirinn í kvöld

Hairston snýr aftur – Hertz Hellirinn í kvöld

Einn leikur fer fram í Domino´s deild karla í kvöld en það er viðureign ÍR og Stjörnunnar. Matthew James Hairston snýr aftur í raðir Stjörnunnar og ekki seinna vænna þar sem liðið hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð. ÍR freistar svo þess að brúa bilið á nýjan leik millum sín og Snæfells í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í Hertz-Hellinum í Breiðholti.
 
 
Eins og sakir standa hefur ÍR 12 stig í 9. sæti deildarinnar en Stjarnan er í 7. sæti með 14 stig svo það er skammt á milli feigs og ófeigs.
 
  
Mynd/ Hairston mætir aftur til leiks með Stjörnunni í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -