Það ætti að koma fæstum á óvart að við hjá Karfan.is líkt og dómnefnd leiksins sem var að ljúka milli Snæfell og Grindavíkur höfum valið Haiden Palmer sem Lykilmann leiksins. Haiden fór á kostum í leiknum og skoraði körfur í öllum regnbogans litum og um leið skellti í eina myndarlega þrennu. 23 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar gera Palmer að Lykil (kvenn)manni leiksins í dag. Og svona til að krydda þetta enn betur var hún aðeins 5 stolnum boltum frá fernu!! Til hamingju Palmer með frábæran leik og til hamingju Snæfell með bikarinn.



