spot_img
HomeFréttirHafþór Ingi meiddur

Hafþór Ingi meiddur

17:04
{mosimage}

(Hafþór Ingi verður frá næstu 2 vikurnar í það minnsta) 

Fyrirliði Skallagríms, Hafþór Ingi Gunnarsson, verður frá keppni með Borgnesingum næstu vikurnar í það minnsta en hann meiddist á hné á æfingu með Skallagrím síðasta laugardag. Borgnesingar hafa heldur betur fengið að kenna á tevatni meiðslanna í vetur en nú eru þeir Hafþór og Zeko á meiðslalistanum en Sköllunum til lukku er Axel Kárason óðar að nálgast sitt fyrra form.  

,,Ég var á æfingu á laugardag og það kom kippur á annað hnéð og liðþófinn skemmdist eitthvað og ég er stokkbólginn núna og verð örugglega frá næstu vikurnar en vonast til þess að ná einhverju af úrslitakeppninni,” sagði Hafþór í samtali við Karfan.is en hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið á laugardag.

,,Ég steig í fótinn sem festist einhvernveginn niðri og um leið lenti ég í kontakt og beygði asnalega upp á hnéð,” sagði Hafþór sem hefur aldrei vitað annað eins tímabil í Borgarnesi. ,,Þetta er alveg hrikalegt, Axel er nýkominn aftur eftir meiðsli, Zeko búinn að brjóta báðar stóru tærnar, Pálmi að glíma við vandamál í öxlinni og þá var Flake tæpur á kafla sökum álagsmeiðsla. Ekki má gleyma Allan Fall sem meiddist strax í öðrum leik og var frá í um tvær vikur,” sagði Hafþór og ljóst að meiðslin hafa ekki látið á sér standa í Borgarnesi þessa leiktíðina.  

Verður Ken Webb þá ekki að taka fram skóna og stýra liðinu sem spilandi þjálfari? Hann hefur verið að gera það gott í 2. deild með Skallagrím B!
,,Hann er seigur kallinn,” svaraði Hafþór og sagði stöðu mála vera súra í broti. ,,Við verðum að reyna að hífa okkur upp núna eftir frekar brösugt gengi undanfarið. Nú eigum við Njarðvík á fimmtudag þar sem allir verða með nema við Zeko vitaskuld en gifsið á að fara af honum í næstu viku held ég,” sagði Hafþór en Skallagrímur á stórleiki framundan. Njarðvík á fimmtudag og svo Keflavík og KR í næstu umferðum.  

,,Það er erfitt að segja hvaða Njarðvíkurlið mætir til leiks á fimmtudag en það er allur gangur á þeim eins og okkur en við erum að berjast við þá og Snæfell um 4. sætið og ég geri ráð fyrir því að bæði lið mæti vel stemmd til leiks,” sagði Hafþór sem vonandi nær að sýna sig í úrslitakeppninni enda mikill keppnismaður.

Hafþór hefur leikið alla 19 deildarleikina með Skallagrím til þessa og gert í þeim 9,1 stig að meðaltali í leik.

[email protected]

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -