spot_img
HomeFréttirHættir með spænska landsliðið eftir ÓL

Hættir með spænska landsliðið eftir ÓL

06:00

{mosimage}
(Síðustu landsleikirnir undir hans stjórn verða í sumar)

Pepu Hernandez, þjálfari spænska landsliðsins, segir að hann muni láta af störfum eftir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Þannig að það verður annar þjálfari sem stjórnar liðinu á næsta EM sem verður í Póllandi á næsta ári en Spánverjar hafa tryggt sér sæti þar sem þeir eru heimsmeistarar.

Hann sagði að stefnan væri skýr hjá sér og það væri gull í Peking í sumar. ,,Þetta snýst allt um gullið og þess vegna hef ég beðið um stiðning allra: leikmanna, þjálfara, spænska sambandsins og síðast en ekki síst stuðningsmanna okkar.”

Hernandez telur að með því að hætta með liðið eftir sumar sé hann að gera það besta fyrir Spán og sig sjálfan. ,,Ég hef upplifað þrjú frábær ár með landsliðinu en það eru hlutir sem enda og við höfum tækifæri til að enda þetta,” sagði Hernandez.

Það verður erfitt verkefni fyrir Spán í Kína en þeir eru m.a. í riðli með Bandaríkjunum sem þykja sigurstranglegir ásamt því að vera í riðli með gestgjöfunum. Einnig eru ríkjandi Ólympíumeistarar Argentína líklegir, Evrópumeistarar Rússa og Litháar talinn sigurstranglegustu þjóðirnar.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -