Hörður Unnsteinsson þjálfari KR er hættur með liðið. Staðfestir hann þetta með færslu á samfélagsmiðlum nú í morgun.
Hörður hefur verið með KR síðustu fimm ár og hefur hann á þeim tíma bæði verið með meistaraflokk kvenna sem og hefur hann verið með yngri flokka hjá félaginu.
Á síðasta tímabili skilaði hann KR úr fyrstu deildinni upp í Bónus deildina þar sem liðið verður nýliði á næstu leiktíð. Þá hefur hann unnið fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla með öflugum yngri flokkum félagsins.