spot_img
HomeFréttirHættir eftir tímabilið

Hættir eftir tímabilið

Arnar Guðjónsson mun láta af störfum sem þjálfari liða Stjörnunnar í Subway deildum karla og kvenna að tímabili loknu. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlunum fyrr í sag.

Arnar hefur þjálfað karlalið Stjörnunnar frá árinu 2018, en árið 2023 tók hann einnig við kvennaliði félagsins. Með Stjörnunni vann hann þrjá bikarmeistaratitla með karla liðinu ásamt því að hafa unnið fyrstu deildina með kvennaliðinu á síðustu leiktíð.

Stjarnan þakkar Arnari fyrir vel unnin störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í þeim störfum sem kunna að taka við.

Fréttir
- Auglýsing -