Á morgun, föstudaginn 8. maí, verður keppnistímabilið 2014-2015 gert upp með einstaklingsverðlaunum. Stjórn KKÍ ákvað fyrir tímabilið að gera veturinn upp á annan máta þetta árið heldur en með hinu hefðbundna lokahófi eins og áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í tilkynningu hjá KKÍ.
Í stað eldra formsins sem var lokahóf er hádegisverður á morgun þar sem vinningshöfum og forráðamönnum liða verður boðið. Ásamt þvi að gera upp veturinn í Domino´s-deild karla og kvenna ákvað stjórn KKÍ að bæta inn einstaklingsverðlaunum í 1. deild karla og kvenna.
Eftirfarandi verðlaun veitt á morgun
Domino´s deild karla og kvenna
Lið ársins – fimm leikmenn
Leikmaður ársins
Besti varnarmaðurinn
Besti ungi leikmaðurinn
Besti erlendi leikmaðurinn
Prúðasti leikmaðurinn
Þjálfari ársins
Dómari ársins
1. deild karla og kvenna
Lið ársins – fimm leikmenn
Leikmaður ársins
Besti ungi leikmaðurinn
Þjálfari ársins



