spot_img
HomeFréttir"Hack a Shaq" á enda?

“Hack a Shaq” á enda?

Sú umdeilda aðferð er nefnist "Hack a Shaq" gæti liðið undir lok fljótlega því Adam Silver framkvæmdarstjóri NBA deildarinnar hefur látið hafa eftir sér að þetta sé eitthvað sem sé ofarlega í hans huga og þurfi að breyta.  "Hack a Shaq" aðferðin dregur nafn sitt af því þegar mótherjar liða sem Shaq Oneal spilaði með, létu leikmenn sína berja hressilega á tröllinu þannig að hann myndi enda á vítalínuni og eins og flestir vita var það ekki beint sterkasta hlið Oneal. 

"Þetta er eitthvað sem er mér hugleikið og ég hef verið að spá mikið í.  Mér finnst skemmtanagildi leiksins vera rýrð með þessari aðferð og þetta er vissulega ekki sjónvarpsvænt." sagði Adam Silver í samtali vestra. 

"Eftir að hafa setið marga fundi með bæði framkvæmdarstjórum liðanna og leikmönnum þá er ég á báðum áttum því ég endurhugsaði þetta þegar sumir sögðu að vítaskot væru hluti af leiknum og leikmenn eiga bara að hitta úr þeim." bætti Silver við. 

Í sumar eru árlegir fundir með NBA deildinni og eigenda liðana og vafalaust verður þetta efni ofarlega á baugi á þeim fundum. 

Fréttir
- Auglýsing -