10:00
{mosimage}
(Reynismenn fengu bráðfyndið gylliboð á dögunum)
Sveinn Hans Gíslason hefur marga fjöruna sopið með körfuknattleiksdeild Reynis í Sandgerði og nú nýverið bárust þær fregnir að framtíð deildarinnar væri í mikilli óvissu. Sú staðreynd hefur ekki varpað neinum skugga á glensið í Sveini sem á heimasíðu Reynis birtir þar tölvupóst sem hann fékk þýddan frá umboðsmanni úti í heimi sem greinilega hefur notast við mjög svo vanþróað þýðingarforrit til þess að koma Sveini í skilning um það að skjólstæðingur sinn væri vel þess virði að leika fyrir Sandgerðinga.
Brot úr tölvupóstinum óborganlega:
Ég er óákveðinn greinir í ensku umboðsmaður undirstaða í the Sameinaður Stjórnvitringur og hafa a 6'8 4/5 maður , Rústrauður litur Nautgripapest , hver er útlit til brjótast inn í the faglegur staða.
Þessi ógleymanlegu orð voru m.a. hluti af tölvupóstinum sem umræddur umboðsmaður lagði á sig að þýða fyrir Svein í Sandgerði en af nógu er að taka á heimasíðu Reynis og er ekki frá því að undirritaður hafi kútvelst um af hlátri við lesturinn.
Já, það er líka gaman í körfubolta : )
Smellið hér til að sjá allan pistilinn á heimasíðu Reynis.