spot_img
HomeFréttirGuy segir engin illindi vera milli sín og Adomas Drungilas "Höfum verk...

Guy segir engin illindi vera milli sín og Adomas Drungilas “Höfum verk að vinna komandi miðvikudag”

Þórsarar lögðu nafna sína frá Akureyri í kvöld í þriðja leik átta liða úrslita einvígis liðanna í Dominos deild karla, 109-104. Heimamenn því aftur komnir með yfirhöndina í einvíginu, 2-1, en næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag á Akureyri.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Guy Landry, leikmann Þórs Akureyri, eftir leik í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Leikmaður Þórs Þorlákshafnar, Adomas Drungilas, hefur ekki tekið þátt í einvíginu til þessa, en hann hefur verið í banni fyrir að sveifla olboga í átt að Guy í leik fyrir úrslitakeppnina. Drungilas mun þó koma úr þessu þriggja leikja banni og vera með sínum mönnum komandi miðvikudag á Akureyri.

Fréttir
- Auglýsing -