Tindastóll hefur bætt við sig Anthony Gurley sem að sögn Stefáns Jónssonar formanns KKD Tindastóls er fjölhæfur leikmaður sem leyst getur margar stöður á vellinum. Það hefur verið annasamt hjá Stólunum síðustu daga en Jerome Hill fór frá klúbbnum og til Keflavíkur og í hans stað var Myron Dempsey endurráðinn til félagsins.
„Anthony Gurley er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og er ráðning hans partur af því að styrkja liðið í baráttunni sem framundan er. Þjálfari liðsins Jou Costa þekkir vel til kappans sem er 28 ára gamall og hefur Gurley leikið víða í Evrópu. Hann hefur leikið í Ísrael, Frakklandi, Ungverjalandi og kemur til félagsins beint frá Canada þar sem hann var að leika núna fyrir áramót,“ sagði Stefán við Karfan.is í dag.
Gurley er mættur til landsins og verður með Tindastól gegn Njarðvík í kvöld.



