spot_img
HomeFréttirGunnlaugur og Jóhann Jakob framlengja

Gunnlaugur og Jóhann Jakob framlengja

Gunnlaugur Gunnlaugsson og Jóhann Jakob Friðriksson hafa framlengt samningum sínum við Vestra á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt frá Vestra.

Framherjinn Gunnlaugur Gunnlaugsson og miðherjinn Jóhann Jakob Friðriksson framlengdu sína samninga ásamt bakverðinum unga Rúnari Inga Guðmundssyni. Auk þerra skrifaði Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson undir sinn fyrsta leikmannasamning en hann kemur beint upp úr yngri flokkum Vestra. Allir eru þessir piltar það sameiginlegt að vera uppaldir í KFÍ og Vestra og slitu því körfuboltabarnsskónum á parketi Jakans.

Sjá frétt Vestra í heild sinni

Fréttir
- Auglýsing -