spot_img
HomeFréttirGunnhildur framlengir við Snæfell

Gunnhildur framlengir við Snæfell

Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Snæfells hefur framlengt samningi sínum við félagið. Heimasíða Snæfells greinir frá. 

Gunnhildur var iðin við kolann á nýafstöðnu tímabili en hún lyfti bikarnum í Laugardalshöll fyrir Hólmara og Íslandsmeistaratitilinn sendi hún á loft í Hafnarfirði eftir sigur á Haukum í oddaleik. 

Á heimasíðu Snæfells segir:

Gunnhildur var valin í Úrvalslið Domino´s-deildar kvenna 2015-16 og jafnframt kosin besti varnarmaður Domino´s-deildar kvenna 2015-16 á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem fór fram nú á dögunum.

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -