spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGunnhildur Bára og Hera Sigrún semja við KR

Gunnhildur Bára og Hera Sigrún semja við KR

KR hefur samið við þær Gunnhildi Báru Atladóttur og Heru Sigrúnu Ásbjarnardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Gunnhildur Bára, 22 ára, er KR-ingum að góðu kunn, en hún er uppalin í félaginu í gegnum alla yngri flokka og hóf að leika með meistaraflokki árið 2013, þá aðeins 15 ára gömul. Síðustu tvo vetur hefur Gunnhildur leikið með háskólaliði St. Lawrence í New York. Gunnhildur mun að óbreyttu halda aftur út til Bandaríkjanna um áramótin.

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir, 20 ára, kemur frá Tindastóli en hún lék með þeim síðustu tvö tímabil í 1.deild.

Francisco Garcia, þjálfari mfl. kvenna:
“Gunnhildur spilar stöðu tvists/þrists og mun gefa okkur skot utan af velli og líkamlegann styrk. Hera er góður skotmaður og liðsmaður, hún mun hjálpa okkur að vaxa sem lið.”

Fréttir
- Auglýsing -