KR hefur samið við þær Gunnhildi Báru Atladóttur og Heru Sigrúnu Ásbjarnardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.
Gunnhildur Bára, 22 ára, er KR-ingum að góðu kunn, en hún er uppalin í félaginu í gegnum alla yngri flokka og hóf að leika með meistaraflokki árið 2013, þá aðeins 15 ára gömul. Síðustu tvo vetur hefur Gunnhildur leikið með háskólaliði St. Lawrence í New York. Gunnhildur mun að óbreyttu halda aftur út til Bandaríkjanna um áramótin.
Hera Sigrún Ásbjarnardóttir, 20 ára, kemur frá Tindastóli en hún lék með þeim síðustu tvö tímabil í 1.deild.
Francisco Garcia, þjálfari mfl. kvenna:
“Gunnhildur spilar stöðu tvists/þrists og mun gefa okkur skot utan af velli og líkamlegann styrk. Hera er góður skotmaður og liðsmaður, hún mun hjálpa okkur að vaxa sem lið.”