spot_img
HomeFréttirGunnar til St Francis

Gunnar til St Francis

 Gunnar Ólafsson bakvörður Keflvíkinga mun líkt og Elvar Már Njarðvíkingur halda á næsta ári til New York borgar og stunda þar nám við St Francis háskólann þar í borg. ” Ég hef alltaf hugsað að ef tækifærið kæmi að fá að spila háskólabolta þá myndi ég nýta það.  Þetta er búið að vera markmið hjá mér seinustu tvö til þrjú ár að komast út í skóla þannig að þetta er bara snilld.” sagði Gunnar í samtali við Karfan.is
“Það voru í raun engir aðrir skólar sem voru í sambandi við mig þannig að þessi var sá eini sem kom til greina.  Þetta er frekar lítill skóli sem mér lýst bara vel á. Aðstaðan þarna er mjög góð og fólkið sem ég hitti þegar ég fór út var frábært. Svo skemmir ekki staðsetningin fyrir.” sagði Gunnar ennfremur en hann sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvað hann komi til með að læra þarna úti en vonaði að það myndi skýrast fljótt.  
Fréttir
- Auglýsing -