spot_img
HomeFréttirGunnar sigraði, Martin og Elvar töpuðu

Gunnar sigraði, Martin og Elvar töpuðu

Tveir leikir með Íslendingaliðum í Bandaríkjunum fóru fram í kvöld. Gunnar Ólafsson og St. Francis Terriers sigruðu Liberty Flames 65-54 en Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson töpuðu sínum sjötta leik í vetur, nú gegn Lehigh 80-76. 
 
Martin Hermannsson átti frábæran leik fyrir LIU með 19 stig, 3 stoðsendingar og 2 fráköst. Elvar bætti við 13 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum. Samanlagt var íslenska framlagið í leik LIU gegn Lehigh 42% af stigum liðsins. Stoðsendingar þeirra hafa þá skilað að lágmarki 16 stigum í viðbót svo að því viðbættu fer framlagið upp í 63% eða samtals 48 stig af 76 stigum liðsins.
 
Gunnar Ólafsson spilaði 7 mínútur í fyrri hálfleik og fékk tvær skottilraunir frá þriggja stiga línunni sem hann brenndi af. 
 
St. Francis Terriers hafa nú sigrað 2 af 7 leikjum sínum en LIU eru enn án sigurs í vetur. 
 
Jack Perri sagði réttilega í viðtali eftir leikinn að þetta væri mjög ungt lið og sóknin væri enn að slípa sig saman. Menn væru enn að finna sinn stað í sókninni en þetta væri allt að koma. Varnarleikurinn væri hins vegar alveg þar sem hann ætti að vera.
 
Mynd: Gunnar Ólafsson, St. Francis Terriers í leik gegn Georgetown um daginn. (SFCathletics.com)
Fréttir
- Auglýsing -