spot_img
HomeFréttirGunnar ráðinn yfirþjálfari

Gunnar ráðinn yfirþjálfari

 

Samkvæmt fréttatilkynningu hefur Gunnar Sverrisson verið ráðinn í stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá KR. Gunnar hefur áður þjálfað yngri og meistaraflokka hjá KR, Þór Akureyri og ÍR, en í þessu starfi verður hans aðal starf að veita þjálfurum stuðning og aðhald, sinna áframhaldandi uppbyggingarstarfi, innleiða hæfniviðmið og fleira.

 

KR:

"Körfuknattleiksdeild KR hefur ráðið Gunnar Sverrisson í stöðu yfirþjálfara yngri flokka. Gunnar á að baki langa reynslu sem þjálfari í yngri flokkum sem og meistaraflokki hjá ÍR, Þór Akureyri og hjá KR. Undanfarin ár hefur Gunnar þjálfað yngri flokka hjá karla og kvenna hjá KR. Helstu áherslur í starfi Gunnars verða meðal annars að veita þjálfurum stuðning og aðhald, sinna áframhaldandi uppbyggingarstarfi, innleiða hæfniviðmið ásamt samskiptum við foreldra, stjórn og þjálfara. Körfuknattleiksdeild KR er með fjölmennasta yngri flokka starf á landinu og rík þörf á að fá hæfan mann til að halda utan um það.

 

Það er mikill fengur að því að fá Gunnar í starfið en undir handleiðslu hans verður haldið áfram metnaðarfullu uppbyggingarstarfi hjá félaginu." 

Fréttir
- Auglýsing -