spot_img
HomeFréttirGunnar Ólafsson til Keflavíkur

Gunnar Ólafsson til Keflavíkur

 

Keflvíkingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Fyrr í mánuðinum tilkynntu þeir að Sverrir Þór Sverrisson hafi verið ráðinn þjálfari liðsins og að Reggie Dupree, Guðmundur Jónsson og Magnús Már Traustason yrðu áfram með liðinu á næsta tímabili.

 

Rétt í þessu tilkynntu þeir svo að Gunnar Ólafsson hafi samið um að leika með þeim á næsta tímabili. Gunnar er 24 ára framherji, sem síðustu 4 ár hefur leikið með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum.

 

Áður en að hann fór út til náms lék hann síðast með Keflavík árið 2014, en þá skilaði hann 8 stigum og 3 fráköstum á 22 mínútum spiluðum að meðaltali í leik. Þá hefur Gunnar verið í kringum íslenska A landsliðið á síðustu árum, en í fyrra lék hann 5 leiki fyrir liðið.

 

El Clasico: Tímavélin: Þegar Gunnar kláraði Njarðvík úr horni Ljónagryfjunnar

 

 

Fréttir
- Auglýsing -