Þessi mynd náðist af Gunnari Ólafssyni, leikmanni Keflavíkur, í leik Keflvíkinga og KR á mánudaginn 18. nóv. sl. Þar sést hann, að því er virðist, á hæsta punkti stökks og við það að skjóta frá sér boltanum. Það sem er hins vegar athugavert við þessa mynd er hversu fáránlega hátt uppi hann er. En hversu hátt er hann í raun að stökkva upp?
Pavel Ermolinskij er 202 cm á hæð og við sjáum hve hátt fyrir ofan hann Gunnar er. Pavel nær ekki að boltanum með útréttan handlegg, þrátt fyrri alla þessa hæð. Gunnar er hins vegar 185 cm og ef við gefum okkur að hann sé á hæsta punkti þegar þessi mynd er tekin þá er hægt að áætla stökkhæðina út frá myndinni með hliðsjón af hæð Gunnars.
Neðri hluti rauða striksins er u.þ.b. 34% af lengd efri hlutans. Gunnar er 185 cm og því er hæðin á milli gólfsins og hælanna á skónum hans u.þ.b. 62 cm, eða rúmlega 1/3 af hæð hans. Það skemmir ekki fyrir þriggja stiga skyttum að geta lyft sér svona upp.




