spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGunnar Ólafson til Oviedo - Ægir, Hörður og Haukur duglegir við að...

Gunnar Ólafson til Oviedo – Ægir, Hörður og Haukur duglegir við að miðla upplýsingum

Bakvörður Keflavíkur og íslenska landsliðsins Gunnar Ólafsson samdi í morgun við spænska félagið Oviedo Club Baloncesto til eins árs. Oviedo leikur í næst efstu deild á Spáni í Leb Oro deildinni. Þar hafa þeir leikið frá árinu 2013, en þá komu þeir upp úr deildinni fyrir neðan, Leb Plata.

Gunnar skilaði 14 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik með Keflavík á síðasta tímabili ásamt því að vera einn besti varnarmaður deildarinnar. Þá er hann hluti af íslenska landsliðinu, þar sem hann spilaði sinn 15. leik úti í Sines gegn Portúgal fyrir tveimur dögum.

Gunnar bætist þar með í hóp nokkurra íslenskra leikmanna sem leikið hafa á Spáni og í Leb Oro. Í samtali við Körfuna sagði Gunnar að félagar hans í landsliðinu, Ægi Þór Steinarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálson, sem allir hafa leikið á Spáni hafi verið duglegir við að fræða hann um menninguna í kringum körfubolta þar ytra.

Ennfrekar segist Gunnar vera spenntur að komast af stað með sínu nýja félagi, en ekki er víst hvenær hann fari út. Sem er ekki óeðlilegt, þar sem svo stutt sé síðan samningurinn var í höfn.

Fréttir
- Auglýsing -