spot_img
HomeFréttirGunnar klár í næsta leik

Gunnar klár í næsta leik

 Gunnar Ólafsson fór af velli sárþjáður í leik gegn Haukum nú í vikunni.  Gunnar snéri sig á ökkla og náði hann rétt aðeins 10 sekúndum í seinni hálfleik í leiknum.  ”Meiðslin eru sem betur fer ekki alvarleg og ég býst við að vera með í næsta leik.” sagði Gunnar í snörpu viðtali við Karfan.is.
 
“Það er hægt að segja að þetta hafi verið slæm tognun. Pabbi verandi læknir vildi strax láta taka myndir og þar kom í ljós að ekkert er brotið sem betur fer.” bætti Gunnar svo við. 
 
Keflvíkingar mæta Grindvíkingum á fimmtudaginn nk. sem verður án efa stórleikur þar sem Grindvíkingar eigja enn von á öðru sæti deildarinnar. 
Fréttir
- Auglýsing -