spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaGunnar Einarsson tekur skóna fram á nýjan leik

Gunnar Einarsson tekur skóna fram á nýjan leik

Þróttur Vogum hafa samið við Gunnar Einarsson fyrir komandi átök í 2. deild karla. Gunnar ættu íslenskir körfuknattleikaðdáendur að þekkja, en hann lék með Keflavík í 20 tímabil frá árinu 1995 til 2015, þegar hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall.

Á sínu síðasta tímabili með Keflavík skilaði Gunnar 5 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu á að meðaltali um 15 mínútum í leik, en þá var hann einnig um 36% þriggja stiga skytta.

Ásamt því að vinna á sínum tíma fjölmarga Íslands og bikarmeistaratitla með Keflavík lék Gunnar einnig 32 leiki fyrir Íslands hönd.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem Gunnar tekur skóna fram á nýjan leik, en hann lék 6 leiki með Keflavík tímabilið 2016-17.

https://twitter.com/birkira12/status/1432758199229288450?s=20
Fréttir
- Auglýsing -