spot_img
HomeFréttirGunnar Einarsson körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2008

Gunnar Einarsson körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2008

15:00
{mosimage}

(Gunnar Einarsson í leik með Keflavík gegn ÍR í Seljaskóla)

Gunnar Einarsson var valinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur árið 2008. Gunnar er vel að titlinum komin en hann varð Íslandsmeistari með Keflavík á síðustu leiktíð og var lykilmaðurinn í endurkomu liðsins í úrslitakeppninni. Þá var Gunnar einnig kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í fyrra.

Gunnar lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik árið 1994 og hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Keflavík þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Í fyrra lék Gunnar sinn 700. leik með Íslandsmeisturunum og hefur sjaldan verið í betra formi. Gunni er lykilmaður í liði Keflavíkur í ár með 19. stig að meðaltali á leik.

www.keflavik.is

Fréttir
- Auglýsing -