spot_img
HomeFréttirGunnar Einars leggur skóna á hilluna

Gunnar Einars leggur skóna á hilluna

 Baráttuhundurinn Gunnar Einarsson hefur sagt skilið við körfuknattleiksiðkun sína eftir stórkostlegan 18 ára feril með meistaraflokki Keflavíkur.   Gunnar staðfestir þetta á vefsíðu VF.is þar sem hann segist ætla að snúa sér að nýjum hlutum að rækta sjálfan sig.
 Gunnar hefur á ferli sínum unnið til 6 Íslandsmeistaratitla og 3 bikarmeistaratitla ásamt fjölmörgum öðrum titlum. 
 
„Eins og staðan er þá langar mig einfaldlega að einbeita mér að nýjum hlutum, rækta sjálfan mig og fjölskylduna. Ég hef sett stefnuna á að fara í nám hjá Keili og nema þar ÍAK einkaþjálfarann því ég tel mig hafa margt sem þarf til að geta miðlað minni reynslu til annarra íþróttamanna sem vilja efla sig og ná betri árangri. Svo má auðvitað alls ekki gleyma því hvað það er gaman að vera heima í kvöldmatnum og geta loksins eldað og látið ljós mitt skína þar,“ segir Gunnar við VF
 
"Þetta er meira þannig að ég ætla mér að koma að íþróttinni með nýrri nálgun, þ.e.a.s. ég ætla að hella mér út í þjálfun og koma íþróttamönnum í enn betra líkamlegt ástand svo þeir geti verið besta útgáfan af sjálfum sér. Ég efast þó ekki um að það eigi eftir að fljúga í gegnum hugann í nágrannaleikjunum að mig langi að stökkva inn á og taka þátt." bætti Gunnar við.  
 
Hægt er að skoða heildar viðtalið á heimasíðu VF.is í blaði dagsins
Fréttir
- Auglýsing -