spot_img
HomeFréttirGunnar, Ármann og Steinunn sigurvegarar að Flúðum

Gunnar, Ármann og Steinunn sigurvegarar að Flúðum

10:57
{mosimage}

Golfmót körfuboltamanna 2009 fór fram á Selsvelli að Flúðum síðastliðinn föstudag og var það tólfta í röðinni. Mótið fór einnig fram á Flúðum í fyrra og bæði árin tókst mótið vel til. Að þessu sinni varð Gunnar Árnason sigurvegari en hann vann mótið líka í fyrra. Í kvennaflokki varð Steinunn Helgadóttir hlutskörpust. Sigurvegari í karlaflokki með forgjöf var svo Ármann Markússon.

Veðrið var með ágætasta móti en sem fyrr var það Ríkharður Hrafnkelsson sem hafði veg og vanda að undirbúningi mótsins. Um 70 keppendur tóku þátt í mótinu sem er með mesta móti.

Fleiri myndir frá mótinu: http://www.flickr.com/photos/torfimagg/sets/72157619659786376/

Mynd: Torfi Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -