spot_img
HomeFréttirGunnar áfram við stjórn hjá ÍR

Gunnar áfram við stjórn hjá ÍR

 
Gunnar Sverrisson mun stýra áfram liði ÍR í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en hann tók við þjálfun liðsins á miðju yfirstandandi tímabili af Jóni Arnari Ingvarssyni. Gunnar stýrði ÍR inn í 8-liða úrslit þar sem Breihyltingar féllu út 2-0 gegn erkifjendunum í KR.
,,Við höfum einnig ráðið styrktarþjálfara fyrir ÍR sem mun sjá um meistaraflokkinn og fleira en það er Vilhjálmur Steinarsson íþróttafræðingur og var sú ráðning mjög mikilvæg að mínu mati,“ sagði Gunnar en Vilhjálmur hóf leiktíðina með ÍR en varð að hætta sökum meiðsla.
 
,,Eins og allir vita er það grunnforsenda fyrir góðum árangri að líkamlegt form leikmanna (og þjálfara) verði sem allra best því allt stefnir í að leikjum verði fjölgað í IE-deildinni næsta vetur. Við stefnum á að halda sömu leikmönnum í okkar liði og eins munum við reyna styrkja liðið með nýjum leikmönnum og auka með því breiddina.“
 
Fréttir
- Auglýsing -