Karfan.is heyrði í fyrrverandi Grindavíkurmiðherjanum Guðmundi Bragasyni sem kvaðst hlakka til að sjá viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í Suwbaybikarnum í kvöld. Rétt eins og Sigurður Elvar Þórólfsson gerði fyrr í dag þá á Guðmundur allt eins von á framlengdum leik í kvöld.
Hvernig verður þetta í kvöld? Blóð sviti og tár eða 20 stiga sigur öðru hvoru megin?
Þetta verður hörkuleikur tveggja liða með mikla sigurhefð. Hef enga trú að á annað liðið stingi af, frekar að þetta endi með nokkurra stiga sigri og jafnvel framlengingu. Bæði lið með nýja erlenda leikmenn svo erfitt er að spá í spilin. Hlakka til að sjá þennan leik.
Siggi Ingimundar vs. Guðjón Skúla í þjálfarastólnum, óumdeilt hver á lengri og glæstari feril í þjálfun en mun það skipta máli í kvöld?
Það mun örugglega hjálpa UMFN að Siggi þekkir styrkleika og veikleika flestra leikmanna Keflavík mjög vel. Hvort það dugi verður síðan að koma í ljós í kvöld. Eigum við ekki að segja að það jafni heimavallarréttinn út!
Match-up in í kvöld, hvernig verða þau og hverjir munu draga vagnana?
Það verða nokkur skemmtileg match-up í kvöld. Fyrst er að nefna landsliðsmiðherjana Frikka og Sigga. Þar á eftir að hjálpa Frikka að hann hefur fleiri öfluga stóra menn að hjálpa sér, s.s. Palla Kristins og Nick. Einnig verður gaman að sjá gömlu félagana Magga Gunnars og Gunnar Einars takast á.
Er sigurvegarinn í kvöld að fara síðan alla leið?
Alveg klárlega ekki, hef fulla trú á að mínir menn í Grindavík taki bikarinn í ár!
Ljósmynd/ www.vf.is – Guðmundur Bragason lyftir Íslandsmeistaratitlinum á loft í Keflavík.



