spot_img
HomeFréttirGullið í boði í Höllinni í dag

Gullið í boði í Höllinni í dag

Íslensku karla- og kvennalandsliðin leika tvo úrslitaleiki á Smáþjóðaleikunum í dag. Barist verður um gullið í Laugardalshöll og von á hörkuleikjum. Konurnar ríða á vaðið þar sem Ísland og Lúxemborg mætast kl. 13:30.

Strax á eftir kvennaleiknum mætast Ísland og Svartfjallaland í karlaflokki eða kl. 16:00. Leikirnir verða báðir sýndir á RÚV en frítt er inn á alla viðburði Smáþjóðaleikanna og allir hvattir til þess að mæta og styðja við bakið á landsliðunum sem leiða nú stærsta landsliðssumar frá upphafi í íslenskum körfuknattleik. 

Fréttir
- Auglýsing -