spot_img
HomeFréttirGulir vonast til þess að Pettinella verði með

Gulir vonast til þess að Pettinella verði með

Ryan Pettinella æfði ekki með Grindvíkingum í dag en hann missti í gærkvöldi af fyrstu úrslitaviðureign Grindavíkur og Stjörnunnar í Domino´s deild karla vegna veikinda. Pettinella var mættur í búning í gærkvöldi en varð frá að hverfa sökum heilsufarsbrests.
 
,,Hann er búinn að vera fárveikur í dag en ég vona að hann verði orðinn góður á morgun,” sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga í samtali við Karfan.is í kvöld.
 
Stjarnan og Grindavík mætast annað kvöld í Ásgarði í sínum öðrum leik í úrslitum kl. 19:15.
  
Fréttir
- Auglýsing -