Breiðablik hefur samið við Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins og leika með karlaliðinu á næsta tímabili í Subway deildinni
Guillermo er spænskur og kemur í Kópavoginn frá Sindra á Höfn í Hornafirði, en þar var hann bæði spilandi aðstoðarþjálfari ásamt því að vera við þjálfun yngri flokka félagsins. Í 27 leikjum með Sindra á síðasta tímabili skilaði Guillermo 11 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik. “Mikil ánægja er með ráðningu Guillermo en hann mun koma aftur til landsins í byrjun ágúst og byrja á fullu að þjálfa hjá deildinni,“ segir í tilkynningu frá félagin.