spot_img
HomeFréttirGuðrún Ósk líklega með gegn Snæfell

Guðrún Ósk líklega með gegn Snæfell

Guðrún Ósk Ámundadóttir lék ekki með Skallagrím í gær gegn Val í Dominos deild kvenna vegna meiðsla. Hún meiddist lítillega gegn Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

 

Manuel Rodriquez staðfesti þetta í samtali við Karfan.is í morgun en sagðist vonast til að hún yrði með á laugardaginn í toppslagnum gegn Snæfell. Ólíklegt væri að meiðslin væru meiriháttar en hann tísti um það í morgun að gríðarlegt álag væri að koma í bakið á þeim en Skallagrímur hefur spilað 9 leiki á 19 dögum. Þær Hanna Þráinsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir eru einnig meiddar, Hanna mun ekki leika með liðinu á tímabilinu en óvíst er með Sólrúnu en vonast er til að það styttist í hana.

 

Skallagrímur tapaði í gær gegn Val en eingöngu sex leikmenn léku með borgnesingum. Guðrún Ósk er með 2,2 stig, 3 fráköst og 2,1 stoðsendingar ameðaltali í leik í vetur. Skallagrímur tekur á móti Snæfell á laugardaginn kl 16:30 í Borgarnesi en liðið sem vinnur leikinn fer í efsta sæti deildarinnar. Sjö leikir eru eftir í Dominos deild kvenna og ljóst að lokastaðan í deildinni getur haft mikla þýðingu.

 

Fréttir
- Auglýsing -